30.5.2010 | 00:58
Sigurvegari Sjálfstæðisflokksins
Vill ekki bæjarstjórastól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2010 | 19:10
Og allt að láni !
Gott til þess að hugsa að hægri menn kunni vel með almannafé að fara, eða eigum við kanski frekar að segja lánsfé!
Nú er bara að sýna "skilning" á mikilvægi þess að áhugamenn um snjó fái vatnsbyssur í Bláfjöll og um að gera að taka bara 400 milljónir að láni fyrir því eins og öðru sem borgin framkvæmir.
Mest-húsið nýtt sem íþróttahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2008 | 10:26
Ný Þjóðarsátt
Andrés Magnússon hefur á nokkuð fyndinn hátt gert athugasemdir við heldur gróflega sögufölsun framsóknarmanna sem reint hafa að eigna Steingrími Hermannssyni þjóðarsáttasamninginn forðum.
Á hinn bóginn væri spurning hvort hagsmunaaðilar gætu tekið sig saman og fengið Seðlabanka Íslands að nýjum þjóðarsáttarsamningum sem myndu innihalda hraða lækkun vaxta gegn frystingu launahækkana. Markmið með slíkri þjóðarsátt væri að afstýra fjöldagjaldþrotum fyrirtækja og þar með halda uppi atvinnustigi.
Nú þegar ljóst er að hagkerfið mun hraðfrystast standa eftir áhyggjur seðlabankans af s.k. "annarar umferðar" verðbólgu, þ.e. að fólk fari fram á hækkun launa vegna væntrar verðbólgu. Með þjóðarsáttarsamningum um frystingu launa, lækkun húsnæðisverðs, afnámi vörugjalda osfrv. væri hægt að ná niður innlendum kostnaðarliðum.
Vissulega munu standa eftir erlendar hrávöruverðshækkanir og einskiptis hækkanir vegna leiðréttingar á krónunni. Slíkri verðbólgu er hinsvegar hægt að hleypa í gegn ef slegið er á verðbólguvæntingar.
Sem betur fer hafa væntingar mældar á mun verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta farið lækkandi upp á síðkastið sem jafnframt gæti stutt slíka þjóðarsátt.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2008 | 10:41
Dýpkun Kreppu II
Paul McCully hjá Pimco skrifar athyglisverða pistla sem telja má víst að allir lesa sem á annað borð fjalla um hagmál í USA. McCully segir að hagfræðingar ættu í aðgerðum sínum að hugsa eins og læknar og forðast fyrir alla muni að lækning verði sjúklingnum hættuleg.
McCulley telur að verðbólguskot í skuldsettu hagkerfi sé ákjósanlegra heldur en hrun eignamarkaða. Ísland er skuldsettasta hagkerfi á meðal OECD ríkja og státar af fjórföldu heimsmeti í viðskiptahalla fjögur ár í röð.
Verðbólga hér á landi er nú svokölluð framleiðsluverðbólga af völdum hrávöruverðshækkana auk leiðréttingar á allt of hátt skráðu gengi. Allir ættu að geta séð að háir stýrivextir hafa engin áhrif á þessa þætti og því ætti að lækka vexti hér mikið og hratt.
Deflating asset prices in a highly levered economy are a much more nefarious outcome than temporary increases in inflation in goods and services. This is particularly the case from a starting point of low inflation in goods and services (excluding those involved in the negative terms of trade shock). How so? Simple: a negative terms of trade shock and asset price deflation are a prescription for not just a recession, but a nasty one. More to the point, from a starting point of low goods and services inflation, the Fed is never far from the zero lower limit on nominal short-term interest rates, commonly known as a liquidity trap.
Therefore, the more flexible are wages in the face of a negative terms of trade shock, particularly if it coincides with asset price deflation, the greater is the risk of policy makers losing control of the economy on the downside. In turn, this reality argues for the Fed to tolerate higher headline inflation in the wake of a negative terms of trade shock.
To be sure, the Fed must be aware of the dreaded second and third round effects, constantly checking to make sure that real wages and real profits are being eroded by the aberrantly high headline inflation. But, assuming the evidence supports that thesis, as the following graph displays, it would be an absolute folly for the Fed or any central bank in similar circumstances to hike interest rates in an attempt to make the negative terms of trade shock go away. By definition, it can't. And if it tries, it will create an even bigger mess. In this case, the motto of a central bank should be the same as that of a physician: first, do no harm.
Greinina má lesa í heild hér: http://www.pimco.com/LeftNav/Featured+Market+Commentary/FF/2008/Global+Central+Bank+Focus+McCulley+A+Kind+Word+for+Inflation.htm
Viðskipti og fjármál | Breytt 30.6.2008 kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2008 | 20:13
Dýpkun kreppu
Athyglisvert viðtal Sindra (hins dónalega) við Amrose Evans Pritchard fréttamanns á Daily Telegraph. Pritchard telur mikla hættu felast í of hörðum viðbrögðum við verðbólgu sem drifin er áfram af hrávöruverðshækkunum. Til viðbótar er Asía ekki lengur útflytjandi á verðhjöðnun (með ódýrum vörum) heldur þvert á moti flytji Asía nú inn verðbólgu enda stefnir neysla almennings í svipaðar hæðir og gengur og gerist á vesturlöndum. Afleiðingin gæti þannig orðið verðhjöðnun með svipuðum hætti og gerðist 1929 í kreppunni miklu.
Eins og nefnt hefur verið nokkrum sinnum á þessari síðu, hefur verðbólga hér á landi verið stórlega ofreiknuð. Til að bæta gráu ofan á svart er Seðlabanki Íslands eini seðlabanki heims sem gerir ekki greinarmun á framleiðsludrifinni verðbólgu og eftirspurnarverðbólgu með þeim skelfilegu afleiðingum að nú stefnir í fjölda gjaldþrot og atvinnuleysi.
17.6.2008 | 17:39
“a bear trap needs to be a surprise”
Aðgerðir að hefjast að Hrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2008 | 09:43
Gölluð vísitölumæling
Til samræmis við "ekki gera neitt" stefnu ríkisstjórnarinnar hvarflar ekki að neinum að gera athugasemd við útreikninga Hagstofu Íslands. Marg ítrekað hefur þó verið bent á og rökstutt að hækkanir undanfarinna ára á fasteignamarkaði hafa verið stórlega ofmetnar vegna skorts á gæðaleiðréttingu. Nú er dæminu snúið við og verðhrun sem allir eru vitni að (nema Hagstofan) er gróflega vanmetið.
Ásgeir Jónsson tekur greinilega undir áður fram komnar athugasemdir:
http://arnarsigurdsson.blog.is/blog/arnarsigurdsson/entry/539620/
Hér er svo annar pistill um aðra hlið sama máls:
http://arnarsigurdsson.blog.is/blog/arnarsigurdsson/entry/523526/
Staðreyndin er að reiknilíkön verðlagseftirlitsfólksins geta verið gölluð en gallinn er að engin hefur eftirlit með eftirlitsfólkinu sem eðli málsins samkvæmt er tregt til að viðurkenna galla á eigin líkönum. Gildir þá einu hvort þau eiga uppruna sinn innan Seðlabanka eða Hagstofu.
Fjársterkir menn að kaupa húsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2008 | 17:59
Engin leið til að hækka vexti
Caroline Baum er ágætur pistlahöfundur á Bloomberg og skrifa pistil um væntingar markaðsaðila um vaxtahækkun vegna sívaxandi verðbólgu og kemst að eftirfarandi niðurstöðu í pistli í dag:
The Fed is in no position to raise interest rates. The U.S. economy is in or close to recession. Americans are losing their jobs, their homes, their wealth and their confidence.
Vestan hafs notast menn við tvenns konar verðbólgumælingu, core inflation og headline inflation. Seðlabankinn skiljanlega horfir eingöngu til kjarnavísitölunnar sem undanskilur sveiflukenndu liðina orku og matvæli. Ástæðan er einfaldlega sú að auk þess að sveiflast meira en aðrir liðir að þá hafa stýrivextir lítið um heimsmarkaðsverð á orku að segja.
Þrátt fyrir að hagstofan í Bandaríkjunum falsi verðbólgutölur gróflega (a.m.k.1%) að flestra mati, er nú svo komið að vextir eru neikvæðir.
Sem betur fer geta menn huggað sig við að til skuli vera seðlabanki hér á landi sem telur sig umkomin þess að ná niður hrávöruverði í heiminum með því að styrkja gengi gjaldmiðils og drepa niður útflutningsatvinnuvegi.
10.6.2008 | 20:10
Úr veruleikafirringu í afneitun annar hluti
Dregur úr hagvexti en samdráttur ólíklegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2008 | 20:07
Úr veruleikafirringu í afneitun, Kafli2
Árni Matthías núverandi fjármálaráðherra fylgir eftir forsætisráðherra í sálgæslu sem hlýtur að vera markmiðið með fullyrðingu hans í dag þess efnis að ".....staða peningamála hafi batnað hér síðustu vikur einkum þó hjá bönkunum". Þannig fengust í dag skuldabréf á íslenska banka með gjalddaga 2010 á 900 punktum ofan á Libor.
Jafnframt er einstaklega pínlegt fyrir Árna Matthías að hafa ekki haft af því fregnir í dag að tryggingariðgjald á skuldir Íslenskra banka stefnir nú hraðbyr í fyrri hæðir.
Báðir standa ráðherrarnir í þeirri trú að spádómar þeirra um gengi og vaxtahorfur hafi vægi á fjármálamörkuðum þrátt fyrir að aldrei hafi þeirra spár ræst hingað til enda orð þeirra hlaðin verðbólgu og hafa því lítið verðgildi rétt eins og gjaldmiðillinn sem þeir reyna að verja.
Um bloggið
Arnar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar