Dýpkun kreppu

Athyglisvert viðtal Sindra (hins dónalega) við Amrose Evans Pritchard fréttamanns á Daily Telegraph. Pritchard telur mikla hættu felast í of hörðum viðbrögðum við verðbólgu sem drifin er áfram af hrávöruverðshækkunum. Til viðbótar er Asía ekki lengur útflytjandi á verðhjöðnun (með ódýrum vörum) heldur þvert á moti flytji Asía nú inn verðbólgu enda stefnir neysla almennings í svipaðar hæðir og gengur og gerist á vesturlöndum. Afleiðingin gæti þannig orðið verðhjöðnun með svipuðum hætti og gerðist 1929 í kreppunni miklu.

Eins og nefnt hefur verið nokkrum sinnum á þessari síðu, hefur verðbólga hér á landi verið stórlega ofreiknuð. Til að bæta gráu ofan á svart er Seðlabanki Íslands eini seðlabanki heims sem gerir ekki greinarmun á framleiðsludrifinni verðbólgu og eftirspurnarverðbólgu með þeim skelfilegu afleiðingum að nú stefnir í fjölda gjaldþrot og atvinnuleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Arnar

Ég las pistlana þín eftir langa og góða athugasemd frá þér á heimasíðu minni. Ég var afskaplega ánægður með lesturinn og "kommentin" við pistlana.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.6.2008 kl. 19:19

2 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Sæll Guðbjörn,

Takk fyrir. Ég tel mig ver hlutlausann í þessum málum, a.m.k. ekki með neina varða hagsmuni hvort heldur er af starfsemi banka eða ríkisstonana.

Vissulega hef ég margt við starfsemi banka að athuga en öfugt við ríkisstarfsmenn og alþingismenn þá þurfa þeir sem þar ráða ferð að svara til saka árlega hjá sínum stjórnum. Því miður virðast fréttamenn hér á landi ekki gera mikið af því að kafa ofan í flókin mál og vitaskuld hefur almenningur meiri not fyrir gleðifréttir um það sem betur hljómar í stað þess sem sannara reynist.

Algengur misskilningur hér á landi er að við séum í kreppu. Við skilgreiningu á kreppu er oftast miðað við engann eða neikvæðann hagvöxt í 2-3 ársfjórðunga. Við erum því núna einungis við upphaf niðursveiflu sem síðan á eftir að þróast yfir í kreppu sem hugsanlega nær hámarki eftir ár eða svo. Þar á eftir mun taka við margra ára uppbyggin til að ná upp hagvexti.

Því miður er ákvarðanataka Seðlabankans byggð á þröngri rörsýn sérfræðinga á afmarkaðann þátt efnahagslífsins sem taka mið af gölluðum hagvísum m.a. frá Hagstofu Íslands. Afleiðingin verður mesti efnahagssamdráttur allra tíma.

Arnar Sigurðsson, 29.6.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnar Sigurðsson

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Arnar Sigurðsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband