Ný Þjóðarsátt

Andrés Magnússon hefur á nokkuð fyndinn hátt gert athugasemdir við heldur gróflega sögufölsun framsóknarmanna sem reint hafa að eigna Steingrími Hermannssyni þjóðarsáttasamninginn forðum. 

Á hinn bóginn væri spurning hvort hagsmunaaðilar gætu tekið sig saman og fengið Seðlabanka Íslands að nýjum þjóðarsáttarsamningum sem myndu innihalda hraða lækkun vaxta gegn frystingu launahækkana.  Markmið með slíkri þjóðarsátt væri að afstýra fjöldagjaldþrotum fyrirtækja og þar með halda uppi atvinnustigi.

Nú þegar ljóst er að hagkerfið mun hraðfrystast standa eftir áhyggjur seðlabankans af s.k. "annarar umferðar" verðbólgu, þ.e. að fólk fari fram á hækkun launa vegna væntrar verðbólgu.  Með þjóðarsáttarsamningum um frystingu launa, lækkun húsnæðisverðs, afnámi vörugjalda osfrv. væri hægt að ná niður innlendum kostnaðarliðum. 

Vissulega munu standa eftir erlendar hrávöruverðshækkanir og einskiptis hækkanir vegna leiðréttingar á krónunni.  Slíkri verðbólgu er hinsvegar hægt að hleypa í gegn ef slegið er á verðbólguvæntingar. 

Sem betur fer hafa væntingar mældar á mun verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta farið lækkandi upp á síðkastið sem jafnframt gæti stutt slíka þjóðarsátt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnar Sigurðsson

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Arnar Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband