14.6.2008 | 09:43
Gölluð vísitölumæling
Til samræmis við "ekki gera neitt" stefnu ríkisstjórnarinnar hvarflar ekki að neinum að gera athugasemd við útreikninga Hagstofu Íslands. Marg ítrekað hefur þó verið bent á og rökstutt að hækkanir undanfarinna ára á fasteignamarkaði hafa verið stórlega ofmetnar vegna skorts á gæðaleiðréttingu. Nú er dæminu snúið við og verðhrun sem allir eru vitni að (nema Hagstofan) er gróflega vanmetið.
Ásgeir Jónsson tekur greinilega undir áður fram komnar athugasemdir:
http://arnarsigurdsson.blog.is/blog/arnarsigurdsson/entry/539620/
Hér er svo annar pistill um aðra hlið sama máls:
http://arnarsigurdsson.blog.is/blog/arnarsigurdsson/entry/523526/
Staðreyndin er að reiknilíkön verðlagseftirlitsfólksins geta verið gölluð en gallinn er að engin hefur eftirlit með eftirlitsfólkinu sem eðli málsins samkvæmt er tregt til að viðurkenna galla á eigin líkönum. Gildir þá einu hvort þau eiga uppruna sinn innan Seðlabanka eða Hagstofu.
Fjársterkir menn að kaupa húsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Arnar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Visitölur eru ákaflega varhugavert fyrirbæri. Í þær eru reiknaðar oft sumt sem ekki á að skipta neinu máli, annað er að stundum hefur verð á vöru og þjónustu verið haldið niðri með stjórnvaldsákvörðunum ef hækkun mælist. Dæmi um það var gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur á sínum tíma en gjaldskráin var inni í vísitöluútreikngum. Þegar Davíð verður borgarstjóri þá fékk hann í gegn mjög háar hækkanir á gjaldskránni sem ekki var til aðdraga úr dýrtíðinni, verðbólgan jókst mjög mikið og olli mörgum þungum búsifjum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.6.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.