"Engin afsökun fyrir Bretland"

Þriðjudaginn 13 þ.m. birtist athyglisverð grein á bls. 13 í FT eftir Willem Buiter prófessor við LSE undir fyrirsögninni "There is no excuse for Britain not to join the Euro". 

Höfundur bendir á að í raun sé ekki nokkur ástæða fyrir lítið opið hagkerfi eins og Bretland til að halda úti sjálfstæðri mynt.  Sjálfstæð peningastefna er ekki einasta gagnslaus til að viðhalda efnahagsstöðugleika heldur beinlínis valdur að óstöðugleika.  Samþætting við önnur hagkerfi hlýtur eðli málsins samkvæmt að draga úr efnahagssveiflum.  Óumdeilt er að sjálfstæður gjaldmiðill hlýtur alltaf að vera hindrun í vegi viðskipta milli landa. 

Til að undirstrika vonleysi Breska pundsins má benda á þá staðreynd að einungis 5% af gjaldeyrisforða heimsins er bundinn í pundum auk þess sem Evran væri að sækja mjög á í þeim efnum.

Staðreyndin væri að breska bankakerfið væri búið að sprengja utan af sér pundið fyrir löngu enda efnahagsreikningur bankanna komin yfir 400% af landsframleiðslu.  Í beinu framhaldi er varla um ýkjur að ræða ef Bretlandi væri lýst sem einum stórum vogunarsjóði.  Engin von er því til þess að Breski Seðlabankinn geti staðið undir nafni sem lánveitandi til þrautavara nema þá með lánalínum við erlenda seðlabanka sem þar kæmust í þá lítt öfundsverðu stöðu að þurfa að kaupa pund á sama tíma og markaðurinn sturtaði þeim niður.

Willem Buiter kemst að þeirri niðurstöðu að helst væri hægt að líkja Bretlandi við Ísland og að áhættan við sjálfstæða mynt þessara þjóða muni á endanum verða kostnaðarsamt og því koma niður á samkeppnishæfni þeirra.

Já, mikill er vandi Breta og það þrátt fyrir að hafa seðlabanka sem getur státað sig af besta árangri allra seðlabanka í baráttunni við verðbólgu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Í sama riti, svipuðum tíma birtist líka grein eftir virtan prófessor við Stanford um, að það skipti ekki miklu máli fyrir Norðurlöndin eða Evrópu hvort gjaldmiðillinn sé stór eða lítill, að EF run verði gert á gengi gjaldmiðils, dugir ekkert annað en samheldni allra á Markaði til að stöðva það.

Svo eru líka afar huggulegar hugleiingar í eldri útga´fum sama rits um, að ef ekki verði settar skorður við græðsgisvæðingu á Markaðinum yfirleitt og skorður við þægindaskrásetningum hlutafélaga, verði hegkerfi heimsins ætíð undirseld spákaupmennsku og svikum, bent afar pent a´Standard og Poors og uppaskriftir þeirra á vöndlunum margfrægu.

Semsé bottom line er, að hagkerfi hverrar þjóðar á að vera framleiðslumiðuð en ekki Wallstreet-miðuð.

Miðbæjaríhaldið

vitnaði í þessar greinar í fyrri skrifum.

Bjarni Kjartansson, 4.6.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Ég er nú reyndar það markaðssinnaður að ég tel ekki farsælt að opinberir starfsmenn fari að hittast á fundum og villast í hugsanaþoku hvers annars með það að markmiði að hafa áhrif á fjármálamarkaði. 

Leikreglur eru hinsvegar annað mál.

Arnar Sigurðsson, 4.6.2008 kl. 15:13

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Óumdeilt er að sjálfstæður gjaldmiðill hlýtur alltaf að vera hindrun í vegi viðskipta milli landa.


Sæll Arnar og takk fyrir pistil

Evran er ósjálfstæð og sjálfstæð mynt og einungis smá brot af veltu á gjaldeyrismörkuðum. Hingað til hefur það aldrei háð Bretum í alþjóðaviðskiptum að hafa eigin mynt. Bretar eru alþekkt fyrirmynd frjálsrar verslunar í heiminum. Landamæri þjóða gilda einnig fyrir menningu þeirra og tungumál. Hér hjálpar mynt ekki neitt. Öll myntbandalög sem hafa verið fundin upp í gegnum tíðina hafa andast.

Evra gæti hæglega brotnað upp í atkvæðagreiðslu í Frankfurt þegar Þjóðverjar eru búnir að fá nóg af að hafa ekki eigin peningastjórn. Þeir settu sem skilyrði fyrir þáttöku í evru að hún myndi ekki reynast þeim ver en þýzka markið undir stjórn Deutsche Bundesbank. Verðbólga er núna næstum 100% yfir settu markmiði ESB fyrir evru. Þeir hafa sem sagt nú þegar næga ástæðu til að segja sig úr myntbandalaginu.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.6.2008 kl. 10:10

4 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Þessi umræða er oft soldið svart og hvít. "Menn halda að evra leysi allan vanda" er frasi sem heyrist svo oft að hann hlýtur að teljast sem helstu mótrök gegn Evru upptöku, eins málefnalegt og það nú annars hljómar.

Því er til að svara að engin Evrusinni hefur fullyrt neitt í þessa veru. Evra leysir engan fortíðarvanda en mun svo sannarlega fyrirbyggja stóran hluta af þeim framtíðarvanda sem við blasir með hruni íslenska hagkerfisins sem brátt hefst.

Menn ættu að hafa í huga að helsti vandi landsins sem stendur er fólgin í brostnu fjármagsflæði. Í beinu framhaldi hljóta menn að þurfa að svara þeirri spurningu hvort smæsta mynt heims sé líklegri til að hindra eða auðvelda flæði fjármagns til landsins?

Það er alveg rétt að engin myntbandalög hafa staðist tímans tönn en sama má segja um allar myntir að þeim frátöldum sem enn eru í notkun. Myntbandalag ríkja Norðurameríku hefur þó varað ansi lengi og fáir sem telja að dagar þess séu taldir þrátt fyrir gríðarlegt gengisfall dollars gagnvart flestum myntum og málmum.

Nú hef ég ekki kynnt mér fyrirhugaða "atkvæðagreiðslu í Frankfurt" og hef satt best að segja ekki séð nein rök fyrir afturhvarfi til fyrri tíma, hvorki vestan hafs né austan.

Arnar Sigurðsson, 5.6.2008 kl. 12:23

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það eiga mjög mörg hagkerfi við mikla fjármagnsþurrð að etja núna Arnar, einnig hagkerfi sem ERU með evru sem gjaldmiðil. Þetta hefur ekkert með myntir að gera. Peningarnir skulu nok rata rétta leið á þá staði sem þeir geta sólbaðað sig sem best.

Uppgjör Bundesbankans í dag sýnir að þetta er í fyrsta skipti síðan 1992 af pantanir til þýska iðnaðarins fara minnkandi í samfellt fimm mánuði í röð. Evran hjálpar þeim ekki neitt í þessum efnum, þvert á móti.

Myntir skipta ekki máli. Það sem skiptir máli er það fólk sem notar myntina, hvernig þetta fólk notar myntina, í hvað fólkið notar myntina og hvernær hún er notuð. Fjármagnseigendur munu alltaf geta fundið réttu ökuleiðina á ný tækifæri og hagnað. Fjárfestingar á Íslandi og fjárfestingar Íslendinga erlendis er besta sönnunin fyrir því.

Núna ættu menn að taka sér vel verðskuldaða pásu, slappa svolítið af og undirbúa næstu uppsveiflu í ró og smá næði, og leyfa verðbólgunni að koma niður.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.6.2008 kl. 13:03

6 identicon

Varast ber að líkja saman myntbandalagi norður ameríku og evrópu.

ástæðan er einföld, norður ameríka hefur samræmt skattkerfi (alríkisins), samræmda heilbrigðis og menntakerfis. ekki evrópa....

aðgerðir FED hentar því sambandsríkjum norður ameríku miklu betur heldur en aðgerðir seðlabanka evrópu. samanber hugleiðingar seðlabankastjóra evrópu um vaxtahækkanir evrópska seðlabankans við næsta vaxtaákvörðunardag, en það gæti komið sjálfstæðum hagkerfum innan sambandsins illa, einsog írland ítalía og spánn.

gfs (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 23:29

7 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Meðalvegurinn virðist vera vandrataður þegar kemur að vaxtaákvörðunum. Á Íslandi er verðbólga sannanlega ofmæld á sama tíma og verðbólgutölur eru gróflega falsaðar í Bandaríkjunum.

Að sjálfsögðu á að hækka vexti ef verðbólga hækkar á Evrusvæði. Gildir þá einu hvort mönnum finnist hagvöxtur vera ákjósanlegur eður ei. Vandi Íra og Spánverja er verðbóla í fasteignum en vandi Italíu er langvarandi spilling og óstjórn. Að halda raunvöxtum neikvæðum vegna slíkra þátta heitir að pissa í skóinn.

Arnar Sigurðsson, 7.6.2008 kl. 10:27

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Arnar

Ef verðbólga er ofmæld á Íslandi þá ættu allir að vera ánægðir, því þá hafa verðhækkanir verið minni en menn eru að kvarta yfir. En ég held að Seðlabanki Íslands viti vel hver raunveruleg verðbólga er og hafi valið að byggja ekki alla sínar forsendur fyrir vaxtaákvörðunum á mest flöktandi (volatile) þáttum vísitölunnar, því annars væru stýrivextir enn hærri en þeir eru núna. Sama gildir um The Fed. Sjálfur held ég að það sé ennþá dálítið af bensíni liggandi á gólfinu í íslenska hagkerfinu en það sé samt að gufa hratt upp. Vaxtarhormóna-ferðalag bankakerfisins er samt enn að valda yfirvinnuálagi á sjúkrahúsi hagkerfisins. Krónan er núna á gjörgæslu eftir mikla misnotkun bankana.

ESB er bundinn af ofsahræðslu-arfleið frá verðbólgunazistum þýska Bundesbankans, og ég er viss um að þeir munu drepa þær leifar sem eftir eru af hagvexti hér í ESB hagkerfinu. Samkeppnishæfni ervusvæðis er komin í þrot vegna þess að það er undir oki evru samstarfsins. Danmörk er t.d. búin að tapa 35% af samkeppnishæfni sinni við útlönd vegna EMS bindingar dönsku krónunnar við evru á síðustu árum. Hátt gengi evru er hér orsökin.

Ég ráðlegg ykkur að fylgjast vandlega með atvinnuleysistölum frá EuroStat á næstu 7 árum. Þær verða ekki glæsilegar ofaní þetta 7,1% atvinnuleysi sem er núna í ESB.

Það skiptir ekki máli hver vandi Ítalíu er. Ef hann er vegna spillingar og óstjórnar þá hefði aldrei átt að hleypa Ítalíu með í evru. Ítalía er næstum 20% af euro-zone hagkerfinu. Spánn er einnig í vandræðum. Það er sem sagt stór hluti evrusvæðisins í stórum vandræðum. Það er ekki gott fyrir ESB og það þýðir ekki að loka augunum fyrir því. Sameiginleg mynt hjálpar ekki hér.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.6.2008 kl. 15:13

9 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Sæll Gunnar,

Ályktun þín er að minni hindranir í vegi viðskipta milli landa þýði jafnframt aukið atvinnuleysi og minni hagvöxt.  Ég hef ekki séð nein rök sem styðja þá ályktun.  Hagvöxtur í Þýskalandi var á niðurleið og atvinnuleysi á uppleið fyrir upptöku Evrunnar.  Ástæður þeirrar óheillaþróunar liggja annarstaðar en í sameiginlegri mynt.  Evrópusambandið er verulega gallað fyrirbæri sem við ættum að forðast en allt aðra sögu er að segja um myntina. 

Arnar Sigurðsson, 7.6.2008 kl. 16:10

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir Arnar

Samstarf er fínt. En gifting er óþörf. 97-98% af öllum fyrirækjum innan ESB eru lítil. minni og millistór fyrirtæki. Einungis 7% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB. Þetta hlutfall er næstum óbreytt frá því áður.

Hinn innri markaður er að mestu kenning á pappír. Hann virkar ekki í praxís því landamærin gilda einnig fyrir menningu þjóða.

Sem dæmi þá þurfti Coop Nordic að aflýsa fimm ára vinnu við að sameina innkaup, vöruúrval, stjórnun og yfirstjórn 3.000 matvöruverslana í Skandinavíu á síðasta ári. Þessi tilraun kostaði marga milljarða danskra króna. Fimm ára vinna sem að mestu fóru í vaskinn. Við gátum sem sagt ekki einu sinni átt sameiginleg innkaup og vöruúrval með náfrændum okkar. Það er búið að taka eina tegund af sænskann osti 200 ár að synda þessa 10 kílómetra yfir sundið til Danmerkur. Þetta er 100.000 sinnum erfiðara innan ESB. Hinn innri markaður er einungis draumur embættismanna.

Stærstu fyrirtækin kaupa bara upp þau fyrirtæki sem þau hafa áhuga á í þeim löndum sem þau vilja starfa í. En til þess þarf ekkert ESB. Þetta hefur alltaf verið hægt.

Myntin evra er einungis mynt eins og hver önnur mynt. Ef efnahagslífið á bak við myntina er ekki sterkt og nálægt því að hafa fulla atvinnu, að já, þá mun það með tímanum væntanlega endurspegla sig í verðgildi myntarinnar og hentugleika hennar sem gjaldmiðill í hagkerfinu. Það er ekki gott fyrir þegnana ef myntin verður að goði sem er dýrkað á altari, svona eins og Þjóðverjar dýrkuðu þýska markið sitt - og gleymdu öllu öðru á meðan - hlutum eins og kauphallarviðskiptum, hlutabréfaeign, skuldabréfum og þar fram eftir götum. Þeir misstu af öllum tækifærunum á þessum mörkuðum fyrir aðra pappíra verðmæta, því það eina sem þeir treystu á var das Deutsche Mark.

Það er einnig jafn slæmt fyrir þegnana ef myntin hættir að endurspegla ástandið í hagkerfinu og verður of hátt metin því þá missa þegnarnir á endanum vinnuna.

Mynt er einungis mynt. Verðgildið liggur í fólkinu og framtíðarvilja þess - og það verða alltaf holur í veginum, sama hvaða veg maður velur.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.6.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnar Sigurðsson

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Arnar Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 227

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband