12.5.2008 | 15:29
Orð og athafnir (2. hluti)
Enn einu sinni mætti Geir Hilmar, núverandi forsætisráðherra fram á sjónarsviðið sem boðberi hagræðingar í ríkisrekstri og boðaði aukið vægi einkaframtaks með nýrri skýrslu Netríkið Ísland".
Enn einu sinni datt engum fréttamanni í hug að spyrja út í afrakstur fyrri yfirlýsinga Geirs Hilmars, af sama meiði sem allar hafa reynst innihaldslausar. Enn síður datt nokkrum fréttamanni í hug að setja yfirlýsingarnar í samhengi við spá Seðlabankans um að brátt muni heildarumfang hins opinbera nema 48% af landsframleiðslu.
Síðasta lýðskrum Geirs Hilmars á þessu sviði var svokölluð "Útvistunarstefna Ríkisins" sem áhugasamir geta lesið hér. Þar segir m.a:
Í innkaupastefnu ríkisins sem sett var 2002 er sérstaklega kveðið á um útboð á rekstrarþáttum. Eðlileg krafa til ríkisstofnana er að skoðað sé með reglulegum og skipulegum hætti hvort verkefni séu leyst með hagkvæmari hætti innan stofnunar en með því að kaupa þjónustuna almennum markaði.
Á þessum grunni hefur útvistunarstefna ríkisins verið útfærð og tímasett.
Skemst er frá því að segja að nákvæmlega ekkert hefur verið framkvæmt af útvistunarstefnunni þrátt fyrir yfirlýsingu um að sett hafi verið "mælanleg markmið um útvistun þjónustu" og að "Fjármálaráðuneytið mun árlega gera úttekt á framgangi stefnunnar"
Kanski er ekki nema von að Geir Hilmar hafi ekki náð að koma miklu í framkvæmd af fyrri yfirlýsingum vegna anna enda hlýtur að vera tímafrekt að ráða fjóra nýja ríkisstarfsmenn á hverjum einasta degi auk þess að viðhalda enn einu höfðatöluheimsmetinu þ.e. flestar opinberar stofnanir í heimi.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Arnar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur nú sýnt sig að margir pólitíkusar tala orðin tóm, með miklu glysi svona til að lýta vel út eða slá ryki í almenning. Flott færsla....
gfs (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.