Orð og athafnir

Því miður skortir mikið á að orð manna og athafnir séu sett í samhengi en slíkt ætti að vera hlutverk fréttamanna öðrum fremur.  Við síðustu vaxtahækkun Seðlabankans lét Davíð Oddson ansi mörg orð falla um afrakstur alnafna síns Davíðs Oddssonar forsætisráðherra sem og samverkamanns Geirs Haarde.

Í ræðu sinni á aðalfundi Seðlabankans 28. Mars sagði Davíð m.a:

Það þarf staðfestu til að standa af sér kröfur um aukin útgjöld.........því fullyrða má með öruggri vissu, að það verður vaxandi og raunverulegri þörf fyrir peningana innan tíðar og því mikill skaði og fyrirhyggjuleysi, ef menn gleyma sér svo í góðærinu, að þeir eigi ekki nóg til mögru áranna

Í tíð sinni sem forsætisráðherra sýndi Davíð "staðfestu" sína með því að þrefalda ríkisútgjöldin og gjaldeyrisforði Seðlabankans þótti hæfilegur í heilum 60 milljörðum eða sem nemur góðri dagsveltu á gjaldeyrismarkaði.  Davíð og Geir reistu menningarhallir um allt land, jarðgöng og fóru meira að segja í mótvægisaðgerðir í neikvæðu atvinnuleysi.  Hvar var "fyrirhyggjan" og "staðfestan" í verki ?  

En Davíð virðist vera hættur að líta í spegil þegar hann gerir grín að öðrum: 

Bankastjóri eins stærsta banka heims sagði sem svo: “Meðan hljómsveitin spilar, dönsum við”. Hann var látinn hætta skömmu síðar, þegar bankinn sýndi ógurlegt tap

Davíð forsætisráðherra seldi hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum á um 34 Milljarða en ætlar nú að skuldsetja ríkissjóð um sennilega 10-20 falda þá upphæð til að bjarga sínum eigin Seðlabanka.  Íslenskir stjórnmálamenn eru hinsvegar aldrei "látnir hætta"

...og Davíð á ekki í neinum vandræðum með að spá fyrir um framtíðina:

þá er ekki endilega líklegt að íslenska þjóðin sé að sigla inn í kreppu. Miklu líklegra er að nú hægi nokkuð á og í versta falli tökum við nokkra dýfu, sem ætti þó ekki að þurfa að standa lengi.

Vonandi verður ekki þörf á að rifja upp þessi fleigu orð.  Hinsvegar ættu menn að hafa í huga að ekki er til eitt dæmi í hagsögunni um svokallaða "dýfu" eða "snertilendingu" að afloknu þensluskeiði. 

Sjaldan er langt í föðurlegar ráðleggingar: 

En hitt er rétt að hafa í huga, að ef menn draga það að laga sig að aðstæðum og rifa seglin, þá er ekki ómögulegt að tiltölulega lítil dýfa geti breyst úr því fyrirbæri í eitthvað sem kalla mætti kreppu. Við gætum þá kennt sjálfum okkur um hana. Við skulum ekki láta slíkan óþarfa gerast.

Hvar og hvenær hafa Geir og Davíð rifað seglin í ríkisrekstrinum ? Við skulum a.m.k. vona að Geir hafi eitthvað gert frá aðalfundi Seðlabankans til að slá á verðbólgu og minnka eftirspurn þannig að Davíð geti þakkað Geir fyrir unnin afrek með því að halda vöxtum óbreyttum nú þegar einkaneysla er klárlega að dragast saman og fasteignamarkaðurinn er að hruni kominn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnar Sigurðsson

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Arnar Sigurðsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband