9.4.2008 | 13:01
Heimatilbúinn vandi
Út er komin ný stýrivaxtaspá Landsbankans þar sem segir:
"Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og hrávöru, lækkandi gengi krónunnar, kaupmáttartrygging launasamninga og vöxtur opinberra fjárfestinga leggjast nú á eitt um að kynda undir verðbólguvæntingar."
- Öllum ætt að vera ljóst að Seðlabanki Íslands hefur engin áhrif á hrávöruverð
- Seðlabankinn hefði átt að gera ráð fyrir hærri verðbólgu þegar gengið styrktist um efni fram og hækka fyrr. Með sama skapi ætti bankinn að horfa fram hjá einskiptis hækkun verðbólgu vegna gengisveikingar enda um leiðréttingu að ræða.
- Kaupmáttartrygging umfram hagvöxt eða aukna framleiðni er vitaskuld útilokað mál og í raun alveg augljóst að fyrirtæki verða að skera niður launakostnað við núverandi vaxtastig. Verkalýðsfélög ættu að semja um launalækkanir gegn hærra atvinnustigi.
- Vöxtur opinberra fjárfestinga er vitaskuld brjálæðislegt fyrirbæri á þennslutímum en flokkast sem "aðhaldssemi í ríkisfjármálum" hjá forsætis- og fjármálaráðherra.
Ágætis lýsing á ríkisfjármálunum gæti hinsvegar verið eitthvað á þessa leið:
"There are two sides of the balance sheet - the left side and the right side.
On the left side, there is nothing right, and on the right side, there is nothing left!"
Nú er lag að hækka vexti með vaxtalækkun. Hljómar öfugsnúið en með vaxtalækkun myndu mörg fyrirtæki og einstaklingar ákveða að eyða út gengisáhættu og snúa erlendum lánum yfir í innlend enda einsýnt að breytilegir vextir erlendra lána muni snarhækka á næstu misserum.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Arnar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 364
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
eftir að hafa lesið þína stórgóðu pistla hef ég sjaldan verið janfsannfærður um að þetta er búið spil - game over!
Seðlabankinn gerir hins vegar allt sem í hans valdi stendur til að koma okkur in í triple-overtime í veisluhöldunum með því troða verðbólgunni aftur ofan í vel mettan, en rúman, maga erlendra krónu-spákaupmanna.
Aukin vaxtabyrði t.d. í gegnum þá 100 ma amk sem núna munu verða gefnir út af af innistæðubréfum og eiga meðal annars að birgja lekann munu hins vegar verða dregnir af fjárlögum næstu ára og mun því ekki gjaldfellast í bráð á núverandi peningastjórnun.
Agnar Tómas Möller (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.