3.4.2008 | 14:24
Öryggi og Öryggistilfinning
Bruce Schneier skrifar afar athyglisverðar greinar um öryggismál í víðu samhengi. Í þessari grein veltir hann upp þeim mun sem er á milli öryggistilfinningu og öryggis (þó vissulega sé aldrei til fullkomið öryggi).
Stjórnvöld hafa í hendi sér að auka öryggi og vonast til að fólk finni til öryggistilfinningar eða auka á öryggistilfinngu án þess að auka öryggi og vona að fólk taki ekki eftir platinu. Seinni valkosturinn er augljóslega fljótlegri og einfaldari leið að öllu jöfnu.
Flestir hafa upplifað undarlegar öryggisráðstafanir hins opinbera í tengslum við flugferðir svo sem eins og gereyðingu vatsbrúsa. Nýjustu aðgerðir ríkisins í efnahagsmálum snúast um hvorutveggja að skapa öryggis- og óöryggis-tilfinningu á sama tíma.
Landsmenn eiga að finna til efnahgslegs öryggis en spákaupmenn eiga að finna til óöryggis án þess þó að neitt hafi verið gert í aðra hvor áttina.
Landsmenn geta vissulega reitt sig á orð forsætisráðherrans sem hingað til hefur fært landsmönnum góðæri að láni. Að sama skapi geta erlendu íslandsóvinirnir reitt sig á óvæntar ófarir a bear trap needs to be a surprise
Hingað til hafa stjórnvöld fylgt staðfastlega "ekki gera neitt" stefnunni og ekki haft nein tromp á hendi ef sú stefna gengi ekki upp. Við skulum vona að Geir hafi einhver spil á hendi ef "bjarnargildran" virkar ekki því þá verður vart aftur snúið.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:32 | Facebook
Um bloggið
Arnar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 364
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.