29.4.2008 | 11:26
Lýðskrum Ríkisstjórnarinnar
Ekki veit ég hvort grátur eða hlátur eru betur viðeigandi vegna útspils ríkisstjórnarinnar vegna nýjustu verðbólgumælingarinnar sem sýnir 49% verðbólgu umreiknað til 12 mánaða.
1. "sérstakt átak í verðlagseftirliti" Hér býr að baki sama hugsun og lá til grundvallar hinni margrómuðu stofnun "Verðlagseftirliti Ríkisins". Öfugt við það sem nafnið gaf til kynna hafði Verðlagseftirlit Ríkisins þó ekkert verðlagseftirlit með ríkinu sem þó var og er full þörf á. Útblástur ríkisins í ráðherratíð Geirs Hilmars forsætisráðherra hefur verið með slíkum eindemum að önnur hver króna sem skiptir höndum fer nú í gegnum ríkið. Þannig stjórnar ríkið stærstum hluta matvælaverðs með ofursköttum og verndartollum á kostnað flestra en í hag fárra. Hvergi erlendis á sér stað þvílík umræða um nauðsyn verðlagseftirlits með frjálsum markaði viðlíkt því sem hér gengur. Eini áþreifanlegi afraksturinn af verðlagseftirliti er útblástur eftirlitsiðnaðar á kostnað skattgreiðenda.
2. "eftirliti með verðmerkingum á vöru og þjónustu" Þessi starfsemi gengur semsagt út á að starfsmenn ríkisins heimsæki búðir og skoði útstillingarglugga til að skipta sér af verðmerkingum ! Hvaða heilvita manni dettur í hug að ríkisafskipti muni útrýma viðskiptahugmyndum sem byggja á að plata viðskiptavini með villandi verðmerkingum ?
3. "endurskoða reglur um netverslun, einkum frá öðrum löndum EES-svæðisins" Fyrst þóttist Björn Bjarnason ætla að afnema "ólögleg" spilavíti á netinu. Nú á að skipta sér af vefverslunum sem þó lúta ekki íslenskum lögum heldur þeim lögum þar sem vefþjónn er til húsa.......hverju sinni!
4. "Ráðist verði kynningarátak ...... í þeim tilgangi að virkja neytendur... og gæta að eigin hagsmunum við kaup á vöru og þjónustu" Vonandi verður ekki skortur á að ríkið kynni vel afrakstur og tilgang hverskyns innflutningstolla og uppboðskvóta á landbúnaðarafurðum sem öðru fremur hækkar matvælaverð. Vonandi útskyrir viðskiptaráðherra hvers vegna tímarit í ríkisversluninni Leifsstöð kosta jafn mikið og í verslunum einkaaðila, þrátt fyrir að þeir síðarnefndu þurfa að standa skil á virðisaukaskatti nú eða af hverju sælgæti kostar oft á tíðum minna í Bónus en í ríkisfríhöfninni, nú eða hver sé tilgangur með 35% vörugjaldi á hvert sjónvarp á heimilum landsmanna.
"Ekki gera neitt" stefna Ríkisstjórnarinnar hefur nú tekið nýjan snúning yfir í að "hafa skal það sem betur hljómar"Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:46 | Facebook
Um bloggið
Arnar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.