21.4.2008 | 12:00
Vaxtaþversögn Ríkisbankanna
Ríkisbankinn, Íbúðalánasjóður hefur hafið vaxtalækkunarferli beint ofan í vaxtahækkunarferli Seðlabankans!
Seðlabankinn hækkar vexti eftir því sem verðbólga eykst en Íbúðalánasjóður lækkar að sama skapi þar sem ásókn fjárfesta í Íbúðabréf eykst í hlutfalli við þær verðbætur sem bréfin gefa.
Fyrirkomulag verðtryggðra lána hins opinbera er ekki bara meingallað út frá ofangreindum sjónarmiðum. Einnig er vert að geta þess að verðbætur leggjast ofan á höfuðstól lána en ekki afborganir með þeim afleiðingum að skuldarar finna síður fyrir hækkun verðbóta. Þannig virkar þetta fyrirkomulag sem staðdeyfing neytenda gegn verðbólgu.
Er einhver vitglóra í þessu fyrirkomulagi ?
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Arnar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 364
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÍLS og Seðlabankinn eru algerlega að hlaupa í sitthvora áttina hérna. Er ekki að sjá svona skrípalæti auka trú fjárfesta á íslenskum fjármálamörkuðum.
Hörður Tulinius, 21.4.2008 kl. 23:19
Þetta er ekki staðdeyfing - þetta er trygging fyrir almenning að halda íbúðarhúsnæði sínu þrátt fyrir tímabundnar efnahagslægðir.
Meira um þetta:
Íbúðalánasjóður sýnir styrk og ábyrgð - að venju!
og Þjóðarnauðsyn að taka upp gjaldmiðil 21.aldarinnar!
Hallur Magnússon, 22.4.2008 kl. 11:24
Sæll Hallur,
Gaman að fá athugsemd frá þér þar sem ég hef í gegnum tíðina verið algerlega ósammála öllu því sem þú hefur haldið fram um ágæti ríkisrekinnar fjármálastarfsemi.
Eins og margoft hefur verið bent á af óvilhöllum aðilum eins og OECD, Seðlabankanum, erlendum greiningarfyrirtækum ofl. veldur hið mikla vægi verðtryggingar hér á landi gríðarlegum hagstjórnarvanda. Ekki er nóg með að við stundum útgáfu á minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi því verðtryggða krónan er í raun gjaldmiðill í gjaldmiðlinum og lýtur eigin lífi.
Ef þorri almennings í þessu landi fengi snögglega á sig högg vegna hárrar verðbólgu myndi fólk draga fljótt úr eyðslu á móti og því virka strax með peningamálastefnu seðlabankans. Þar sem verðbæturnar leggjast ofan á höfuðstólinn finnur fólk ekki fyrir hækkun verðbóta og breytir ekki sinni neysluhegðun. Afnám verðtryggingar á útlán Íbúðalánasjóðs væri farsælast en að öðrum kosti þyrfti að breyta fyrirkomulagi á afborgunum.
Að tala um að Íbúðalánasjóður sýni "styrk og ábyrgð að venju" er að sjálfsögðu öfugmælavísa. Seðlabankinn hefur kallað sjóðinn lausatryppið í vaxtagyrðingunni. Er það ágæt lýsing enda lækkaði sjóðurinn vexti á sama tíma og seðlabankinn hækkaði vexti og stuðlaðið þar með að víxlverkun vaxtahækkana, erlendrar skuldasöfnunar og yfirverðlagðrar krónu. Þannig er það óumdeilt að sjóðurinn vinnur þvert gegn peningamálastefnu ríkisins.
Það er vissulega þekkt staðreynd að þegar menn eins og þú sem hafa rörsýn (og hagsmuni) á einn þátt hagkerfisins að menn missi sjónar á heildarmyndinni. Staðreyndin er hinsvegar að framlag byggingariðnaðar til landsframleiðslu sem fellst í sífellt íburðarmeira íbúðarhúsnæði er stórlega ofmetið. Gera þarf verulegan greinarmun á fjárfestingu í hefðbundnum framleiðslugreinum (sem í framhaldi búa til eiginleg verðmæti) og svo aftur íbúðarhúsnæði sem í raun er að verulegu leiti neysla.
Íslendingar hafa fjárfest allt of mikið í fasteignum hvort heldur er í atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Afleiðingar þess munu fljótlega koma í ljós en munu því miður vara lengi.
Arnar Sigurðsson, 22.4.2008 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.