Björgun trúverðugleika

Einhvers misskilnings virðist gæta í umræðu um efnahagsmál að stjórnvöld þurfi að bjarga íslenskum bönkum sem þó eru orðnir að meirihluta til erlendir.  Staðreyndin er hinsvegar sú að bankarnir hafa ekki óskað eftir slíku og ekkert á borðinu um að slíks gerist þörf.  Það sem bjarga þarf er hinsvegar trúverðugleiki Seðlabankans auk íslensku krónunnar. 

Öllum má vera ljóst að trúverðugleiki bankans er ekki til staðar þar sem bankanum hafi ekki takist markmið sitt hingað til.  Mælt á mun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa er fjármálamarkaður sannfærður um að markmiðin muni ekki nást fyrir 2019 og því er trúverðugleikinn ekki til staðar inn í framtíðina heldur. 

Reagan sagði að stjórnmál væru næst elsta atvinnugreinin sem stæði þeirri elstu þó nokkuð nærri.

Stjórnmál snúast öðru fremur um útdeilingu á bitlingum og greiða fyrir gjald.

Í beinu framhaldi er nærtækt að ætla að sama eigi við um stjórnmálaleg samskipti milli landa.  Embættismenn greiða atkvæði á alþjóðaþingum, hvort heldur er á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna, Evrópuráðs, EFTA, Norðurlandaráðs osfrv.  Skýrt dæmi um þetta er framboð Íslands til Öryggisráðsins þar sem pólitísku púðri og fjármunum er varið í að múta erlendum embættismönnum til að kjósa okkar embættismenn í ráðið án nokkurs sýnilegs tilgangs.

Spurningin hlýtur því að vera sú hvort Íslensk stjórnvöld séu þessa dagana að ganga bónleið til búðar eftir þeyting heimshorna á milli í leit að aðstoð vinveittra þjóða sem gætu hjálpað okkur til með að efla gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans og þar með bjarga krónunni ?

Ætla mætti að einfaldur samningur við öflugan granna eins og t.d. Norðmenn um sölu á skuldatryggingu (CDS) á skuldir íslenska ríkisins erlendis myndi valda flótta skortsölumanna.

Kosturinn við þessa aðgerð er að hún myndi auðvelda lántökumöguleika hins opinbera erlendis þegar til slíks kemur og gæti hugsanlega lappað upp á trúverðugleikann með lækkun skuldatrygginarálags sem gæti smitast yfir í álag bankanna.  Að auki væri þetta aðgerð sem ekki myndi kosta neitt, þvert á móti væri tekjulind fyrir þann sem selur. 

Íslensk stjórnvöld eiga hinsvegar ekki að reyna að tala upp gjaldmiðilinn eða styrkja gengið með öðrum hætti núna á meðan erlendir krónubréfaeigendur hægsteikjast og í raun lána okkur peninga vaxtalaust. 

Krónan er ef eitthvað er of sterk miðað við núverandi gengi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnar Sigurðsson

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Arnar Sigurðsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 364

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband